Kjarabaráttan

Allt sem styrkir stöðu okkar og eykur lífsgæði til lengri og skemmri tíma er kjarabarátta. Baráttan snýst um betri lífsgæði. Í dag og til framtíðar. Lykillinn að bættum lífskjörum er samtakamáttur heildarinnar. Þannig hefur það alltaf verið og þannig hafa stærstu sigrarnir unnist. Með lægri kostnaði við að lifa, styttri vinnuviku, betri grunnþjónustu og hærri launum höldum við áfram bráttunni fyrir betri lífskjörum. Skilum samfélaginu á betri stað en við tókum við því og sínum samtakamáttinn í verki. Höldum áfram kraftmikilli verkalýðsbaráttu! 

Aðgerðir gegn atvinnuleysi

Atvinnuleysi er nú í hæstu hæðum. Staða félagsmanna VR sem misst hafa vinnu er erfið. VR hefur barist fyrir aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við tekjufalli þeirra tugþúsunda sem eru án atvinnu og ná ekki endum saman. Við höfum náð árangri en það er ennþá langt í land. Þetta verkefni verður ekki leyst nema með öflugri forystu verkalýðshreyfingarinnar. Hverjum treystur þú til að leiða það verkefni?

VR er fyrir alla félagsmenn

Fyrir síðustu kjarasamninga komu um hátt í 4.000 félagsmenn að kröfurgerð félagsins. Kjarasamningar eru ekki einkamál formanns heldur ákvörðun þeirra félagsmanna sem gefa sér tíma til að taka þátt. Félagsmenn eiga alltaf fyrsta og síðasta orðið. Stöndum saman fyrir hvort annað og stöndum saman fyrir komandi kynslóðir. Látum ekki sundra okkur eða reka fleig í okkar raðir. Alveg sama í hvaða tekjuhópum við erum eða hvaða menntun við höfum þá erum við ekkert án hvors annars. Skilum samfélaginu á betri stað en við tókum við því og sínum samtakamáttinn í verki. Þannig náum við árangri og þannig bætum við lífskjör allra.

Stöndum með eftirlaunafólki

Við megum ekki gleyma þeim sem ruddu brautina fyrir okkur og börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. VR tók slaginn með Gráa hernum, og kostar málsókn gegn ríkinu vegna skerðinga á ellilífeyri. Við höfum virkjað öldungaráð VR sem mun móta kröfurgerð eldri félagsmanna og gefa hagsmunum þeirra sterkari rödd. Í síðustu samningum tókst okkur að vinna til baka réttindi unga fólksins okkar, 18 ára til 20 ára, sem var fórnað á sínum tíma og fékk aðeins hlutfall af launum þeirra sem eldri voru.  Ég tók virkan þátt í að búa til lánakerfið sem hjálpar ungu fólki og tekjulágum að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Við munum halda áfram þeirri góðu vinnu.

Starfsmenntamálin og umhverfið

VR hefur komið á verslunarstjóranámi á framhaldsskólastigi og fagháskólanámi fyrir verslunarfólk. Þannig bætum við stöðu félagsmanna á vinnumarkaði og mætum breyttum kröfum á tímum tæknibreytinga og sjálfvirknivæðingar. Félagið hefur einnig innleitt metnaðarfulla umhverfisstefnu. Höldum áfram þeirri góðu vinnu og tryggjum að félagið verði áfram leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti, gegn launamun og verði í forystu í umhverfismálum. 

Við styðjum Ragnar Þór sem formann VR

Húsnæðismálin

Höldum áfram að ná niður vöxtum og lækka kostnað við að lifa. Barátta okkar hefur skilað ungu fólki betri möguleikum á húsnæðismarkaði, en nú stefnir í alvarlegan húsnæðisskort. Við þurfum þjóðarátak í húsnæðismálum. VR hefur tekið forystu í að koma af stað nýju leigufélagi sem heitir Blær. Við ætlum að gera leigu að öruggum og hagkvæmum valkosti til búsetu. Fólk á leigumarkaði á að búa við sambærilegt öryggi og þeir sem eiga. Við erum rétt að byrja og ætlum okkur stóra hluti. Traust framtíð og traustir innviðir fyrir fólkið! 

Lífeyrissjóðirnir

Þeir sem eiga lífeyrissjóðina eiga að ráða því hverjir stjórna þeim. Ég mun taka markviss skref í að koma atvinnurekendum úr stjórnum lífeyrissjóðanna og að sjóðfélagar kjósi stjórnir þeirra. Að þú kjósir stjórnina í þínum sjóði. Eftir að við gerðum breytingar á stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna árið 2019 hafa tvö síðustu ár verið þau bestu í sögu sjóðsins. Það er staðreynd sem fáir tala um. Lífeyrisgreiðslur munu hækka til þeirra sem nú taka út lífeyri vegna þess hversu vel hefur gengið. Virkjum lýðræðið því staðreyndir tala sínu máli.

Lífeyrissjóðirnir

Þeir sem eiga lífeyrissjóðina eiga að ráða því hverjir stjórna þeim. Ég mun taka markviss skref í að koma atvinnurekendum úr stjórnum lífeyrissjóðanna og að sjóðfélagar kjósi stjórnir þeirra. Að þú kjósir stjórnina í þínum sjóði. Eftir að við gerðum breytingar á stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna árið 2019 hafa tvö síðustu ár verið þau bestu í sögu sjóðsins. Það er staðreynd sem fáir tala um. Lífeyrisgreiðslur munu hækka til þeirra sem nú taka út lífeyri vegna þess hversu vel hefur gengið. Virkjum lýðræðið því staðreyndir tala sínu máli.

Lýðræðið

Lýðræðið er ekki sjálfgefið en til þess að hafa áhrif á það hvernig stefna og hagsmunum félagsmanna verður gætt þarftu ap taka afstöðu og kjósa. Þú hefur bein áhrif á það hvernig framtíðin verður. Árið 2009 breyttum við lögum VR þannig að allir félagsmenn geta boði sig fram og kosið sér forystu, Það var ekki sjálfgefið. Tökum þátt og nýtum kosningaréttinn og kjósum um framtíð félagsins..

Framtíðin og fjórða iðnbyltingin

Við þurfum að taka þátt í þeim miklu tæknibreytingum sem eiga sér stað á vinnumarkaði. Lykillinn að því er atvinnulýðræði þar sem starfsfólk hefur aðkomu að stjórnum fyrirtækja og tryggir þannig þáttöku launafólks í þeim miklu tæknibreytingum sem eiga sér stað á vinnumarkaði. Við ætlum að vera þáttakendur, ekki áhorfendur. VR hefur tekið forystu í þessum málum í góðri samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið. Með því að koma á stafrænu hæfnissetri og stafrænu hæfnismati og menntun á framhalds og háskólastigi þar sem starfsreynsla er metin til fulls. Við þurfum að tryggja að ávinningurinn af sjálfvirknivæðingu og sparnaður fyrirtækja vegna fjarvinnu sé jafnt skipt. Ör tækniþróun og breytingar á vinnumarkaði þarf að skila sér inn í kjarasamninga til að tryggja réttindi og hvíldartíma, vinnuaðstöðu og aðgang að nauðsynlegum búnaði.

SALEK eða öfluga verkalýðsbaráttu í VR?

Ragnar Þór Ingólfsson
9. mars, 2021

Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir.

Hús­næðis­málin og líf­eyris­sjóðirnir

Ragnar Þór Ingólfsson
2. mars, 2021

Enn og aftur stefnir í alvarlegan húsnæðisskort á næstu árum samkvæmt greiningum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum allra samfélaga og eitt af mikilvægustu innviðum okkar og kjarabaráttumálum.

Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt!

Ragnar Þór Ingólfsson
20. feb, 2021

Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri.

Hótanir!

Ragnar Þór Ingólfsson
1. feb, 2021

Mér og okkur hefur verið hótað. Oft og mörgum sinnum. Vinsælasta hótunin er einmitt sú hvort ég geri mér grein fyrir því hvaða áhrif skrif mín hafa á möguleg atvinnutækifæri í framtíðinni.

Svona býr Ragn­ar Þór

Ragnar Þór Ingólfsson
23. jan, 2020

Ragn­ar var gest­ur Heim­il­is­lífs sem var í sýn­ingu á Smartlandi. Hann býr ásamt sam­býl­is­konu sinni og fimm börn­um í fal­legu húsi í Árbæn­um. Hann er hand­lag­inn og gerði upp húsið á mettíma.