menu

Baráttumálin

Kjarasamningar

Að fylgja eftir kröfugerð VR í yfirstandandi kjarasamningum þar sem helstu áherslur eru 4 daga vinnuvika (32 stundir), útvíkkun á veikindarétti, 30 daga orlof, atvinnulýðræði og auknar kjarabætur til millitekjuhópa. Verðbólga og okurvextir verða stóru almennu málin er snúa að stjórnvöldum ásamt húsnæðismálunum sem vega þyngst í baráttuni gegn háu vaxtastigi og verðbólgu. Leiguþak og kraftmikil uppbygging og stóraukið framboð á hagkvæmu húsnæði er lykillinn af réttlátara samfélagi.

Lesa meira arrow_forward

Húsnæðis og lánamál

Húsnæðis og lánamálin eru stærstu áherslumálin og ber þar helst að nefna neyðaraðgerðir til að bregðast við miklum hækkunum afborgana á húsnæðislánum og húsaleigu og fylgja eftir frekari uppbyggingu Bjargs og Blævar, þar sem fyrstu framkvæmdir eru að hefjast við byggingu leiguíbúða fyrir félagsfólk VR, en stefnt er að afhentingu fyrstu íbúða vorið 2024. Leiguþak og hvarekaskatt á bankana til að standa undir lægri greiðslubyrði húsnæðislána. Stóraukið framboð á hagkvæmu húsnæði er lykillinn af réttlátara samfélagi.

Lesa meira arrow_forward

Bætur og styrkir

Endurskoðun á bótaflokkum sjóða VR. Tvöfalda dánarbætur, upptöku fæðingastyrks og niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Efla félagsstarfið og fylgja eftir fjölmörgum málum á sviði starfsmennta og jafnréttismála.

Við styðjum Ragnar Þór sem formann VR

Baráttan gegn spillingu

Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Seðlabankinn er hollur þjónn sömu spillingar og má þar nefna leyndarhyggjuna í kringum fjárfestingaleið Seðlabankans eftir hrun og Lindarhvols málið þar sem útilokað virðist vera að fá upplýsingar um hverjir fengu afslátt af krónum og hvaðan peningarnir komu og hverjir fengu eignir Lindarhvols (Ríkiseignir) á hrakvirði.

Lesa meira arrow_forward

Lýðræði og lífeyrissjóðir

Málefni lífeyrissjóðanna sem snúa að frekari fjárfestingu í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Einnig að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða er eitt helsta baráttaumálið í komandi kjarasamningum. Atvinnulýðræði hefur er einnig megin krafa í komandi kjaraviðræðum þar sem starfsfólk á fulltrúa í stjórnum fyrirtækja að norrænni fyrirmynd.

Lesa meira arrow_forward

Verðbólga og vextir

Verðbólga og hækkandi vextir eru mikið áhyggjumál og risastórt viðfangsefni. En hverjir græða og hverjir tapa í verðbólgu? Fyrirtækin og fjármálakerfið hafa hagnast ævintýralega á þessu ástandi og eru tölurnar ógnvænlegar. Met ár var í hagnaði fyrirtækja árið 2021 og stefnir 2022 í að slá öll fyrri met. En hvernig stendur á þessu?

Lesa meira arrow_forward

Milljón íbúða verkefnið

Ragnar Þór Ingólfsson
9. mars, 2023

Besta vopnið gegn verðbólgu og háum vöxtum er langtíma stöðugleiki á húsnæðismarkaði. En af hverju þokast þessi mál svo lítið áfram og raun ber vitni?

Hugleiðing um stöðuna á vinnumarkaði

Ragnar Þór Ingólfsson
9. febrúar, 2023

Þó staðan sé um margt fordæmalaus eftir boðun verkbanns SA í kjardeilu Eflingar hefur margt verið sagt og margar fullyrðingar settar fram sem standast litla sem enga skoðun.

SALEK eða öfluga verkalýðsbaráttu í VR?

Ragnar Þór Ingólfsson
9. mars, 2021

Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir.

Hús­næðis­málin og líf­eyris­sjóðirnir

Ragnar Þór Ingólfsson
2. mars, 2021

Enn og aftur stefnir í alvarlegan húsnæðisskort á næstu árum samkvæmt greiningum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum allra samfélaga og eitt af mikilvægustu innviðum okkar og kjarabaráttumálum.

Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt!

Ragnar Þór Ingólfsson
20. feb, 2021

Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri.

Hótanir!

Ragnar Þór Ingólfsson
1. feb, 2021

Mér og okkur hefur verið hótað. Oft og mörgum sinnum. Vinsælasta hótunin er einmitt sú hvort ég geri mér grein fyrir því hvaða áhrif skrif mín hafa á möguleg atvinnutækifæri í framtíðinni.

Svona býr Ragn­ar Þór

Ragnar Þór Ingólfsson
23. jan, 2020

Ragn­ar var gest­ur Heim­il­is­lífs sem var í sýn­ingu á Smartlandi. Hann býr ásamt sam­býl­is­konu sinni og fimm börn­um í fal­legu húsi í Árbæn­um. Hann er hand­lag­inn og gerði upp húsið á mettíma.