menu

Kjarasamningar

Að fylgja eftir kröfugerð VR í yfirstandandi kjarasamningum þar sem helstu áherslur eru 4 daga vinnuvika (32 stundir), útvíkkun á veikindarétti, 30 daga orlof, atvinnulýðræði og auknar kjarabætur til millitekjuhópa. Verðbólga og okurvextir verða stóru almennu málin er snúa að stjórnvöldum ásamt húsnæðismálunum sem vega þyngst í baráttuni gegn háu vaxtastigi og verðbólgu. Leiguþak og kraftmikil uppbygging og stóraukið framboð á hagkvæmu húsnæði er lykillinn af réttlátara samfélagi.

Aðgerðarleysið drepur.

Það er ekki að ástæðulausu að ég tel að sú kjaralota sem við stöndum í nú verði sú mikilvægasta í áratugi ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Svo samofin að hún laggðist í læsta hliðarlegu á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði allt til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. þetta má ekki gerast aftur. Það eru öll viðvörunarljós löngu farin að blikka og því hefur sjaldan verið eins mikilvægt að velja til forystu fólk sem hefur vilja og getu til að veita það aðhald sem til þarf. Í þessari baráttu vinnst enginn fullnaðar sigur. Þetta er stanslaus barátta, barátta fyrir bættum kjörum og varnarbarátta til að verja þau gildi og réttindi sem þegar er til staðar og stöðugt er verið að þrengja að. Þetta er barátta gegn sjálftöku, græðgi og spillingu.

Við stöndum á tímamótum sem samfélag. Kjaraviðræður um langtíma samning hófust formlega þann 19.janúar síðastliðinn, með viðræðum um starfsmenntamálin og hvernig við getum nýtt endurmenntun til að efla félagsfólk okkar á tímum sjálfvirknivæðingar og tæknibreytinga. Í mars hefjast viðræður um fjarvinnu, 32 stunda vinnuviku og 30 daga orlof, svo atvinnulýðræði og lýðræðisvæðingu lífeyrissjóðanna, útvíkkun á veikindarétti og svo koll af kolli. Viðræður eru tímasettar út árið út frá þeirri kröfugerð sem um 6.000 VR félagar tók þátt í að móta.