menu

Lýðræði og lífeyrissjóðir

Málefni lífeyrissjóðanna sem snúa að frekari fjárfestingu í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði. Einnig að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða er eitt helsta baráttaumálið í komandi kjarasamningum. Atvinnulýðræði hefur er einnig megin krafa í komandi kjaraviðræðum þar sem starfsfólk á fulltrúa í stjórnum fyrirtækja að norrænni fyrirmynd.

Almenningur verður að ná völdum yfir lífeyrissjóðunum. Sterk staða atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna hefur komið í veg fyrir að þeir fjárfesti í uppbyggingu á húsnæðismarkaði, byggja fyrir eldra og yngra fólk og almennar leiguíbúðir, eins og gert er allstaðar í samanburðarlöndum Evrópu. Einnig hafa sjóðirnir setið hjá sem óvirkir meirihlutaeigendur stærstu fyrirtækja á markaði fyrir tilstuðlan atvinnulífsins, og verja þannig gengdarlausa spillingu og sjálftöku í viðskiptalífinu og fjármálakerfinu sem einkennist af botnlausri græðgi og hækkandi arðsemiskröfu.

Lífeyrissjóðirnir hafa setið hjá þegar fjöldi fyrirtækja eru skræld að innan með því að veita frekum minnihlutaeigendum öll völd í fyrirtækjum í skjóli meirihluta sjóðanna. Sem lítið en stórt dæmi má nefna Stoðir (áður FL-group) í því samhengi, sem tóku ákvörðun um að selja Mílu úr símanum og fara mikin sem lítill hluthafi í skjóli óvirkra lífeyrissjóða, framganga Stoða teygjir sig víða og nú inn í fjármálakerfið með sameiningardaðri Kviku og Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Og þannig viðhalda sjóðirnir stefnu þekktra fjárglæframanna um skammtímagróða og áhættusækni, alveg sama hvaða áhrif það kunni að hafa á lífskjör almennings og sjóðfélaga til lengri tíma litið. Samfélagsábyrgðin skal alltaf liggja á herðum launafólks á meðan breiðustu bökunum er hlýft.