menu

Húsnæðis og lánamál

Húsnæðis og lánamálin eru stærstu áherslumálin og ber þar helst að nefna neyðaraðgerðir til að bregðast við miklum hækkunum afborgana á húsnæðislánum og húsaleigu og fylgja eftir frekari uppbyggingu Bjargs og Blævar, þar sem fyrstu framkvæmdir eru að hefjast við byggingu leiguíbúða fyrir félagsfólk VR, en stefnt er að afhentingu fyrstu íbúða vorið 2024. Leiguþak og hvarekaskatt á bankana til að standa undir lægri greiðslubyrði húsnæðislána. Stóraukið framboð á hagkvæmu húsnæði er lykillinn af réttlátara samfélagi.

Við stöndum frami fyrir risastórum áskorunum í þessum efnum. Neyðaraðgerða er þörf til að mæta stöðu fólks með stökkbreyttan húsnæðiskostnað, í formi hærri leigu eða afborgana húsnæðislána, og aðgerðir til að mæta þeim fjölda fólks sem festu vexti á lánum sínum og koma til endurskoðunar næstu 12 til 24 mánuði, en þá mun greiðslubyrði lána allt að tvöfaldast í einum vettvangi. Þessar miklu hækkanir á húsnæðiskostnaði koma ofan á allt annað sem hækkað hefur í okkar samfélagi eins og verðlag og opinber gjöld.

Einnig þarf að tryggja að sú mikla uppbygging á húsnæðismarkaði sem framundan er fari ekki í faðm braskara. Ég er varaformaður stjórnar Bjargs íbúðafélags og stefnum við í að fjöldi íbúða verði rétt undir 1.000 áður en árið er liðið, og það á aðeins fimm árum. Ég er einnig stjórnarformaður Blævar sem er nýtt húsnæðisfélag ASÍ og BSRB en framkvæmdir munu hefjast á næstu vikum og stefnt er að afhentingu fyrstu íbúða snemma næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið en það er bygging 36 íbúða í Úlfarsárdal sem eingöngu verða í boði fyrir félagsfólk VR, einnig sömdum við um í síðustu samningum að stórauka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða til að koma að þessari uppbyggingu sem er að evrópskri fyrirmynd og byggir á hagkvæmum lausnum með framfærslu og búsetuöryggi að leiðarljósi og hóflegri arðsemi.

Blær mun byggja hagkvæmt fyrir alla tekjuhópa og alla aldurshópa, bæði til kaups og leigu. Byggja inn í hlutdeildarlánakerfi fyrir unga fólki og þá sem lent hafa fjárhagslegum í áföllum.